141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[18:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Ekki er nú mikil mennska í því að reyna að koma sínu eigin klúðri yfir á annað fólk. Hv. þm. Árni Páll Árnason klúðraði þessu máli frá upphafi til enda með því að rjúka í fjölmiðla og tala um einhverja leið sem hann hafði ekki fengið neinn meiri hluta fyrir hvorki í þingflokki sínum né hjá VG eða öðrum. Síðan kom í ljós að hv. þingmaður hafði spilað þetta svo rækilega úr höndum sér að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn voru með í þessari vegferð. Mér finnst ómaklegt að reyna að velta ábyrgðinni á þessu yfir á hv. þm. Margréti Tryggvadóttur.