142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[17:45]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti er einfaldlega að vísa í fjölmörg fordæmi um það að einstakar nefndir þingsins hafa kallað hæstv. ráðherra fyrir eða tekið mál fyrir sem eru þess eðlis að kalla á eftirlitshlutverk viðkomandi nefnda gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það er hægt að tína til ótal dæmi úr fortíðinni um að viðkomandi fagnefndir hafa tekið slík mál fyrir.

Forseti er eingöngu að vísa til fjölmargra þekktra dæma um það. Hins vegar er gert ráð fyrir því í þingsköpum að þriðjungur nefndarmanna í einstökum nefndum geti óskað eftir fundi í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þá skal orðið við því að halda slíka nefndarfundi. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum atbeina forseta að slíkum málum.