142. löggjafarþing — 16. fundur,  28. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[11:18]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Píratar munu ekki standa í vegi fyrir því að þetta mál nái fram að ganga, en ég vil árétta að mjög mikilvægt er að þeir sem ákváðu að fela þessari ríkisstjórn traust sitt til að koma með aðgerðir í þágu heimilanna verði ekki látnir bíða út í hið óendanlega. Maður finnur að fólk er nú þegar orðið mjög óþolinmótt og maður hefði ætlað að sú vinna sem á að fara fram núna hefði verið vel á veg komin áður en því var lofað að hægt væri að hrinda þessum málum í framkvæmd.