142. löggjafarþing — 16. fundur,  28. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[11:37]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð styðjum þessa aðgerðaáætlun og óskum ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka á stöðu heimilanna. Ég ítreka þó það sem ég sagði í upphafi um atkvæðagreiðsluna: Hún snýst ekki bara um skuldastöðuna, hún snýst um lífskjör fjölskyldnanna í landinu, stöðu heimilanna með heildrænum hætti. Ég treysti því að þetta sé einungis fyrsta skrefið í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að taka á því.

Í stuðningi okkar felst að sjálfsögðu ekki fortakslaus stuðningur við það sem kemur út úr þessari vinnu. Við munum auðvitað taka afstöðu til þess þegar það liggur fyrir. En fyrirætlunin er góð og þess vegna styðjum við hana.