142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:37]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Þessi breytingartillaga sem ég hef rétt séð núna um viðbótarafslátt til handa útgerðinni felur í sér mikla tilfærslu á fjármunum. Þetta er upp á 459 millj. kr. sem tekjur ríkissjóðs minnka enn frekar en orðið er. Þessi breytingartillaga kemur mjög seint inn þannig að ég held að ég verði að taka undir það með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur að það þarf að ræða þetta á þessum lokametrum þingsins. Það er ekki hægt að koma með svona mikla breytingu á síðustu metrunum án þess að það verði rætt.

Ég held að það sé óhjákvæmilegt að menn fari yfir þetta á fundi þingflokksformanna og tek undir þá ósk þingflokksformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.