142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:43]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Til að setja þetta í samhengi vorum við að ræða með sérstakri umræðu aðgerðir vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem fela í sér sparnað upp á 127 millj. kr. Það að koma á síðustu metrunum með viðbótarafslátt upp á 460 millj. kr. er nokkuð sem ekki er hægt að læða í gegnum þingið á lokametrunum.

Þess vegna er eðlilegt að menn taki upp það samkomulag sem gert hefur verið um þinglokin og ég fagna því að hæstv. forseti hefur tekið vel í það og ætlar að halda fund með þingflokksformönnum. Það er nauðsynlegt að hann fari fram sem fyrst.