142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurt er hvernig komið sé til móts við sjónarmið Persónuverndar. Í nefndaráliti meiri hluta segir:

„Meiri hlutinn leitaði álits Persónuverndar á þeim breytingum sem hann leggur til að gerðar verði á frumvarpinu. Í umsögn Persónuverndar segir: ,,Í umræddri tillögu að breytingu á frumvarpinu er nánar fjallað um hvernig öryggis verði gætt við vinnslu umræddra upplýsinga, auk þess sem varðveislutími er afmarkaður, mælt fyrir um eyðingu og skýrar tilgreint hjá hverjum upplýsinga um útlán verði aflað og hvaða upplýsinga.“ Að þessu leyti hefur að mati meiri hlutans verið komið til móts við athugasemdir Persónuverndar.“