142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:25]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki svarað þessari spurningu vegna þess að ef það er mat manna að ekki sé önnur fær leið, eitthvert meðalhóf sem nær þessu takmarki, þýðir ekkert að tala um meðalhóf. Ég skal ekki svara fyrir það hér og nú hvort þetta sé leiðin, ég verð bara að meta það þegar kemur að því, en mat meiri hluta allsherjarnefndar er að þetta sé nauðsynlegt til að ná ákveðnum markmiðum og að markmiðin séu að gæta almannahagsmuna. Þeir eru nauðsynlegir. Og þá er það bara þannig.

Ég vildi gjarnan að hægt væri að sleppa þessu öllu saman og ná þessum markmiðum. Ef það er hins vegar ekki hægt verðum við bara að una við það.