142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

staðan á leigumarkaðinum.

[16:30]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra og hv. þingmönnum fyrir að taka þátt í umræðunni. Hér hafa ýmis sjónarmið verið reifuð og ég trúi því að við getum öll unnið saman að lausn í sátt og samvinnu. Ég fagna því að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra ætli að beita sér fyrir bættu ástandi á leigumarkaðinum og ég fagna því einnig að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna hafi verið kallaðir að borðinu til að vinna lausn á vandamálinu. Ég trúi því að verkin verði látin tala í þessum málum og við styðjum þannig við bakið á leigjendum.

Við viljum ekki að stór hluti fjölskyldna, þ.e. þeir sem eru á leigumarkaðinum, búi við óöryggi og óvissu því að þeir þættir hafa jú vissulega áhrif á líf fjölskyldna, því miður oft á tíðum ekki til góðs þar sem erfitt er að lifa með óöryggi og óvissu.

Virðulegur forseti. Ég trúi því af heilum hug að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra muni beita sér af fullu afli í þessum málum fyrir öll heimilin í landinu.