142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:40]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Í stjórnarskrá Rómarlýðveldisins til forna fyrir rúmum tvö þúsund árum voru hamraðar tólf bronstöflur og á einni þeirra kom fram að sektin við því að kasta skeyti, óafvitandi, inn í hóp manna væri einn hrútur. Nú spyr maður sig, hver er sektin við því að þingmenn — hafandi heyrt frá Persónuvernd, stofnun sem á að verja friðhelgi einkalífs á Íslandi eða benda á ef verið er að brjóta hana — spila fjárhættuspil með stjórnarskrána og brjóta hana mögulega? Hver er sektin við því? Það er alla vega ljóst að traust til Alþingis á ekki eftir að aukast ef alþingismenn kjósa með þessu. Ég segi nei.