143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

samstarf við Færeyjar og Grænland vegna fækkunar kvenna á Vestur-Norðurlöndum.

39. mál
[13:47]
Horfa

Frsm. ÍVN (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni sem hefur blandað sér í umræðuna fyrir ábendinguna. Það er alveg ljóst að Ísland er líka hérna undir en engu að síður er vandinn alvarlegri í Færeyjum og Grænlandi og menn hafa miklar áhyggjur. Ástæðan fyrir því að það eru þessi þrjú lönd sem standa að ályktuninni er að við áttum okkur á því að við eigum þetta sameiginlega verkefni fyrir höndum, að átta okkur á orsökunum, sem við vitum svo sem, átta okkur á umfanginu og reyna svo að leiða fram einhverjar tillögur um það hvernig megi bæta úr.