143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

dómstólar.

93. mál
[15:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Þær 86 milljónir sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga eiga að ná utan um þetta verkefni, já. Það er búið að fara yfir það og sú tala er talin fullnægjandi.

Það er líka hárrétt hjá hv. þingmanni að þetta aukna álag á dómstólana er aðallega á suðvesturhorninu, að langstærstu leyti. Sú fjölgun sem við erum að tala um hvílir hvað mest þar, langmest í Reykjavík og á suðvesturhorninu. Þannig er það, og búið að vera í nokkur ár, þar er málaþunginn hvað erfiðastur og þyngstur. Líkt og ég rakti áðan ganga þær áætlanir sem við höfum mest út á þennan hluta landsins, já, þannig að þessi dómarafjölgun hefur gleggst átt sér stað á suðvesturhorninu.