143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

um fundarstjórn.

[11:44]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka umhyggju hv. þm. Helga Hjörvars fyrir verkstjórninni í þessari ríkisstjórn. Hún er með ágætum. Það er mikil áhersla lögð á það að treysta fólki. Það er kannski nokkuð sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að taka sem fyrirmynd, en mér sýnist sem hv. þingmaður hafi í hyggju að halda hér áfram leiknum „Hvar er Valli?“ og mæta á milli liða í umræðu um fundarstjórn.

Ég ítreka að ég tel að hv. þingmaður eigi ekki að hafa áhyggjur af verkstjórninni. Hún er með ágætum og að sjálfsögðu mun forsætisráðherra fljótlega koma í þingsal.