143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:48]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og er ánægð með að formaður umhverfis- og samgöngunefndar ætli að kalla til alla þá gesti sem síðast komu. En ég vil líka hvetja nefndina til að kalla á sinn fund fyrrverandi umhverfisráðherra og einnig fyrrverandi framsögumann málsins, Mörð Árnason, og fá hjá þeim lýsingu á því hvernig þessi yfirferð fór fram, sýna það sjálfstæði og þá gagnrýnu hugsun að hlusta á fólkið sem leiddi þetta mál og heyra hvernig það vann sig í gegnum það.

Ég veit ekki hvaða umræða átti sér stað í stjórnarflokkunum, þingflokkunum þegar þetta mál fór í gegn, ég veit ekki hvernig þeirri vinnu var lýst þar (Forseti hringir.) og hversu nákvæmt það var. En ég hvet umhverfis- og samgöngunefnd (Forseti hringir.) til að mynda sér sjálfstæða skoðun á því ferli.