143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:54]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að byrja á því að taka undir með hv. þingmanni sem hér lauk máli sínu. Það má auðvitað velta fyrir sér hver skilgreiningin á málþófi er í þessu samhengi hér. Ekki hafa allir talað í málinu sem eflaust vildu gera það. Það er líka túlkunaratriði hvað er efnislegt og hvað er ekki efnislegt og á því höfum við eflaust skiptar skoðanir, ég og hv. þingmaður sem hér var í andsvari áðan. En mig langar til að spyrja hv. þingmann, sem hér var í ræðu áðan, af því að það kom til tals að þetta hefði farið auðveldlega í gegnum þingflokkana hjá meiri hlutanum — nú er mikið um nýja þingmenn í báðum stjórnarflokkunum, og sérstaklega Framsóknarflokknum, og hér hefur verið hvatt til þess að þeir standi nú í fæturna, hvort þingmaðurinn deili með mér þeirri trú að margir þeirra hafi ekki kynnt sér þessi mál til hlítar. (Gripið fram í.) Við sem erum ný í pólitíkinni hér á þingi (Forseti hringir.) — ég kom að því í máli mínu áðan að ég átti þess kost síðastliðið vor að vera aðeins með í umræðunni (Forseti hringir.) en þó ekki meira en svo að ég hef þurft að setjast yfir málið.