143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.

195. mál
[19:28]
Horfa

Flm. (Ragnheiður Ríkharðsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur fyrir andsvarið. Ég vil taka fram að í mínum huga á þetta að sjálfsögðu líka við um fatlaða afreksmenn í íþróttum eins og ófatlaða. Afreksmenn í íþróttum eru afreksmenn í íþróttum og það skiptir ekki máli í mínum huga hvort um er að ræða fatlaðan einstakling eða ófatlaðan. Þess vegna finnst mér persónulega að Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eigi að tryggja þeim sem ná lágmörkum til að fara á Ólympíuleika, hvort heldur þeir eru ófatlaðir eða fatlaðir, farareyri úr afrekssjóði.