143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

framlög til þróunaraðstoðar.

[14:15]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég lít ekki svo á að það sé í valdi utanríkisráðherra á hverjum tíma að hóta stjórnarslitum enda er utanríkisráðherra bara einn af þeim þingmönnum sem skipa stjórnarmeirihlutann á hverjum tíma. Það er hins vegar rétt að til stendur að skerða þessa fjármuni. Það er ágætt að það komi fram að þær hugmyndir sem uppi eru snúast um að vera með framlögin eins og þau voru 2011–2012 sem voru að mig minnir — nú hefur ég smáfyrirvara á því af því að ég man þetta ekki alveg — í kringum 0,22–0,23% af landsframleiðslu. Það stendur ekki til að fara lengra aftur.

Þetta er það sem er uppi á borðum í dag og við skulum ekkert fara í neinn feluleik með það.