143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:47]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin er ekkert að sjá að sér. Hún gerði mistök þegar hún skilaði inn fjáraukalagafrumvarpi vegna þess að búið var að ráðstafa þessu fé og þess vegna þarf þetta að koma til baka. Það er einfaldlega þannig.

Það þarf langtímahugsun inn í okkar samfélag til að byggja hér upp vöxt. Við sáum í fréttum í morgun að búið er að blása af álverið í Helguvík af forstjóra Century Aluminum þannig að tími stóru skyndilausnanna er liðinn. Þá þurfum við þingmenn að standa saman um að tryggja vöxt inn í langa framtíð sem er studd af rannsóknum, vísindum og tækniþróun. Hér er þessi ríkisstjórn búin að taka ákvörðun um að gera það ekki heldur lækka einhverja skatta og vona það besta.

Allar mælingar sýna að svona fjármagn inn í samkeppnissjóðina skilar sér margfalt til baka þannig að ég tel ríkisstjórnina vera á rangri braut þegar hún er búin að taka ákvörðun um að halda þessum niðurskurði (Forseti hringir.) á næsta ári þó að hún sé (Forseti hringir.) nauðbeygð til að …