143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:19]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Já, það er ýmislegt í þessu sem væri þess virði að skoða betur. Sérstaklega hefur svolítið komið mér á óvart að nefskatturinn sem fer til RÚV skili sér ekki allur til RÚV. Maður hefur heyrt svipað um þjóðkirkjuna, að það sé ákveðið ógagnsæi í því hvað sé rukkað og hvað lendi á sínum stað o.s.frv. Við píratar munum styðja það að skoða þetta betur milli 2. og 3. umr. og endurskoða ýmsa þætti þessarar tillögu.