143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:46]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er með skýrsluna sem Ríkisendurskoðun bar á borð fyrir okkur. 2006 var farið yfir fjárheimildir í 29% fjárlagaliðum, 2007 27%, 2008 27%, 2009 lagðist það, þá voru það 20%, upp í 23% 2010, 30% 2011 og 38% er nýjasta talan. Slík tala hefur ekki sést áður þannig að agaleysið er fullkomið.

Það dugar hins vegar ekki að segja: Heyrðu, við fórum fram úr en gerðum hitt og þetta — að vera með fjárlög og segja: Við vorum að hætta að skera niður — þegar menn skila fjárlögum sem standast enga skoðun og eru með gríðarlegan halla. Við erum að tala um allt upp í 30 þús. millj. kr. halla þrátt fyrir að farið hafi verið í aðgerðir til að lágmarka útstreymið sem þessi ríkisstjórn gerði. Það má nefna ýmislegt í því sambandi því að fjárlögin sem lágu fyrir þetta árið voru fullkomlega óraunhæf eins og menn vita. Það blasir við öllum. Það stenst ekki skoðun (Forseti hringir.) að halda því fram að agi sé kominn á ríkisfjármál þegar menn skoða skýrslu Ríkisendurskoðunar sem við í hv. fjárlaganefnd höfum fengið.