143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:45]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni afar yfirgripsmikla og greinargóða ræðu. Það sem mig langar til að staldra við eru þær meginlínur í þessu fjárlagafrumvarpi sem snúast um grundvallarsýn í stjórnmálum. Ég held að það blasi við öllum að hér er um ræða mjög hefðbundna drætti í hægri pólitík, það er dregið verulega úr tekjuöflun og svo er mjög agressífur niðurskurður.

Hvernig sér hv. þingmann þá stöðu nýrrar ríkisstjórnar sem endurspeglast í fjárlagafrumvarpinu sem er sú staðreynd að það er algjör skortur á framtíðarsýn í atvinnumálum? Við erum að tala um samdrátt, uppsagnir og skort á framtíðarsýn að því er varðar rannsóknir, þróun og nýsköpun. (Forseti hringir.) Hefur hv. þingmaður komið auga á framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar í atvinnumálum?