143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:29]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Menn eiga þess kost með græna litnum að afla ríkissjóði 5 milljarða tekna og fella brott a- og b-lið 1. gr. þannig að álagning tekjuskatts verði óbreytt á næsta ári. Við leggjum það til af tveimur ástæðum. Annars vegar kemur það sér mjög vel fyrir ríkið að hafa þær tekjur inni og ráðstafa í þörf málefni. Hins vegar teljum við útfærslu tekjuskattslækkunarinnar með öllu ótæka þar sem hún gagnast best tekjuhærra millitekjufólki en skilur tekjulægra fólkið algerlega eftir. Af fyrstu 106 þús. kr. sem menn borga í skatt af launum sínum fá þeir enga skattalækkun á næsta ári verði þetta niðurstaðan. Það er furðuleg ráðstöfun satt best að segja að skilja tekjulægsta hóp landsins eftir en færa mönnum síðan vaxandi skattafslátt eftir því sem ofar kemur í tekjuskalanum. Við leggjumst eindregið gegn þessari breytingu.