143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það gleður mig að heyra að hæstv. ráðherra félags- og tryggingamála ætlar að kanna hvernig þessu verður háttað með Starfsendurhæfingarsjóð.

Ég verð að taka undir með hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur. Ég hef gagnrýnt það oft á þingi að við förum með mál í svo miklu hraði í gegnum þingið að ómögulegt er að hafa þá lögbundnu yfirsýn sem við eigum að hafa. Ég veit til þess að sá þingmaður sem nú horfir á mig í forundran og angist og finnst allt í lagi að við séum með slík vinnubrögð gagnrýndi sambærileg vinnubrögð á síðasta þingi. Hvernig væri að fólk mundi í það minnsta sýna að það stendur við orð sín burt séð frá því hvort er í stjórn eða stjórnarandstöðu?