143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

málefni aldraðra.

185. mál
[13:20]
Horfa

Frsm. velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp er til komið vegna forsetaúrskurðar, úrskurðar nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra, en þar er heilbrigðisráðherra falið að fara með málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra. Samstarfsnefndin sem sá um málefni og stjórn sjóðsins heyrir undir bæði félags- og heilbrigðismálaráðherra. Það þurfti því að gera breytingar á lögunum. Nú er stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra skilin frá samstarfsnefndinni, hún tekur ekki ákvarðanir um úthlutun úr sjóðnum en gerir árlega tillögu til ráðherra um þá úthlutun.

Nefndin sendi málið út til umsagnar og fékk nokkrar umsagnir. Hún fékk á sinn fund fulltrúar á velferðarráðuneytinu. Öll nefndin stendur að frumvarpinu, við erum sammála því og leggjum til að það verði samþykkt óbreytt.

Einn þingmaður, hv. þm. Ögmundur Jónasson, er þó með fyrirvara á málinu, en það er einfaldlega vegna þess að hann hafði ekki tekið þátt í efnislegri meðferð málsins.