143. löggjafarþing — 62. fundur,  12. feb. 2014.

umferðarlög.

284. mál
[17:02]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka hæstv. ráðherra fyrir yfirferðina og langar að spyrja hann tveggja spurninga:

Mig langar að spyrja hvort 5. gr. annars vegar og síðan b-liður í 11. gr. hangi að einhverju leyti saman. Mig langar líka að vita, miðað við 5. gr., hvort þeir sem hafa meirapróf og keyra rútur í ferðaþjónustu almennt þurfa líka að gangast undir þessi próf, eða hvort þessi endurmenntun nái eingöngu til atvinnubílstjóra sem eru á fartinni daglangt allan ársins hring en ekki eingöngu tímabundið yfir sumarið.

Virðulegur forseti. Ef ástæða er til að endurmennta þá sem eru á fartinni sérhvern dag allan ársins hring er ekki síður mikilvægt, að mínu mati, að endurmennta þá sem taka í stórar rútur endrum og sinnum yfir sumartímann til að keyra farþega í ólíkum ferðum.

Ég spyr því hæstv. ráðherra: Er þetta hugsunin og falla að einhverju leyti saman 5. gr. í frumvarpinu og svo b-liður í 11. gr. frumvarpsins?