143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[14:49]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Það er alls ekki réttur skilningur, enda fór megnið af ræðu minni og fyrri hlutanum í að útskýra hvernig sérlausn ég sæi fyrir mér að við gætum fengið hvað varðaði sjávarútveginn. Grunnurinn að þeirri sérlausn er frá árinu 1999 þegar John Madison kom með þá hugmynd að við gætum horft á íslensku efnahagslögsöguna sem sérstakt stjórnsýslusvæði og Halldór Ásgrímsson útfærði það síðan í ræðu í Berlín árið 2002. Ég fór með langa tölu um þetta og það er sérlausn.

Það sem ég var að segja áðan er að við þurfum ekki út af legu landsins, út af stöðu sjávarútvegsins í þjóðarbúinu, sem ég fór líka yfir í ræðu minni, undanþágur frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, heldur getum við og eigum að semja á þeim forsendum að þetta svæði verði sérstök stjórnsýslueining. Það var innihald ræðu minnar.