143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[16:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil hv. þingmann þannig að hann sjái ýmsar hættur fyrir íslenskan landbúnað ef við gengjum í Evrópusambandið, en sér hv. þingmaður einhverjar hættur samfara því að við klárum viðræðuferlið og fáum niðurstöðu í það hvaða sérlausnir bjóðast og hvernig útlitið væri ef við mundum segja já við inngöngu í Evrópusambandið? Hefur íslenska þjóðin eitthvað að óttast? Eru einhver neikvæð áhrif sem felast í því að klára þessar viðræður og taka afstöðu til niðurstöðunnar?