143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:48]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Píratar hafa undirbúið breytingartillögu á nákvæmlega þessum lið laganna þannig að mögulegt verði að breyta lögunum á þann veg að hægt sé að greiða atkvæði um þetta tiltekna mál samhliða sveitarstjórnarkosningum. Við erum löggjafinn.

Mig langaði að benda á að ég upplifi það þannig að ef það er eitthvað að þessari framkvæmd, sem er bara einfaldur hlutur eins og að breyta dagskránni til þess að geta rætt málið, getum við lagað það inni á nefndasviði. [Kliður í þingsal.] Við vorum bara að hugsa um að reyna að hjálpa …(Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)

Við vorum aðeins að reyna að tryggja það að við værum ekki að ósekju að eyða fjármunum sem hægt væri að spara, því það kostar náttúrlega minna fyrir samfélagið ef við samnýtum atkvæðagreiðslur.

Ég vil benda á það að 65% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og (Forseti hringir.) 69% kjósenda Framsóknarflokksins vilja (Forseti hringir.) fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.