143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:15]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil kalla eftir því að við fáum skipulag, að við fáum einhverja sýn á það hvernig á að fara með þá skýrslu sem við erum að ræða. Það er auðvitað ekki hægt að bjóða okkur upp á þetta, að okkur sé sagt að skýrslan eigi að vera grundvöllur fyrir ákvarðanatöku í þessu stóra og mikla hagsmunamáli — og menn flissa hér í hliðarsölum, hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. forsætisráðherra — en þetta var það sem okkur var talin trú um, að skýrsla utanríkisráðherra ætti að vera grunnurinn að þessari ákvarðanatöku. Við þurfum fá að vita hvernig á að haga meðferð skýrslunnar.

Er það svo að hér sé enginn vilji til sátta? Kallað er slag í slag eftir því að við fáum að vita hvernig á að fara með skýrsluna og menn koma ekki með nein svör.