143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér finnst leitt að heyra aftur og aftur það sem kemur fram hjá þingflokksformönnum bæði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, að lögð hafi verið fram tillaga til umræðu um hvernig mætti haga þinghaldinu hér í kvöld. Nú erum við komin með í salinn hv. þm. Höskuld Þórhallsson sem hefur í störfum sínum sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar sýnt í vetur mjög flott fordæmi í þinginu við lausn á náttúruverndarlögunum.

Af hverju reyna ekki forseti og þeir sem eru í meiri hluta að koma til móts við okkur í þessu máli? Ég spyr (Forseti hringir.) eins og aðrir: Hvað á fundurinn að standa lengi? Ég segi líka eins og ég sagði hér í fyrrakvöld: Hvar er fólkið sem greiddi atkvæði með því að við ættum að halda kvöldfund? Af hverju er það ekki hér?