143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[00:08]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Að sjálfsögðu erum við tilbúin, við erum tilbúin að vinna hér í alla nótt, flest okkar. En það er ekki það sem er nauðsynlegt. Það er ekki nauðsynlegt fyrir framgang þeirra mála sem liggja fyrir í dag. Ákveðið mál er að brenna inni, það er þingsályktunartillaga Pírata, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum. Það er eina málið sem er á dagskrá þingsins núna sem er að brenna inni. En þingforseti ákveður að setja það ekki á dagskrá, það er staðreyndin í dag. Það er það sem ætti að vera á dagskrá núna. En í staðinn erum við að rífast um alls konar.

Forseti getur núna — núna, Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, situr fyrir aftan mig, þið sjáið hann, hann getur sett málið á dagskrá núna. Það er bara spurning um vilja.