143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[02:04]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Klukkan er að ganga þrjú og enn spyr ég forseta: Hver eru rökin fyrir því að halda okkur á næturfundi þegar margir dagar eru eftir af þinginu og engin tímatakmörk varðandi þessa umræðu? Það er ekkert sem krefst þess að við klárum umræðuna í nótt. Hv. þm. Svandís Svavarsdóttir er að fara í sína fyrstu ræðu um málið og henni er boðið upp á það, vegna skipulags í þinginu, að hefja hana þegar klukkan er að ganga þrjú um nótt. Þetta finnst mér alls ekki ganga og ég bið um að fundi verði slitið og við höldum áfram umræðunni á morgun.