143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[03:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru líka aðrir annmarkar á þessari skýrslu. Hún svarar til dæmis ekki á fullnægjandi hátt hver framtíð evrunnar sé og ef við tökum upp evru hvaða áhrif það hafi á íslenskt efnahagslíf og kjör fólksins í landinu. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar, og spyr hvort hv. þingmaður sé ekki sammála því, að til þess að fylla upp í þetta sé nauðsynlegt að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar sem mun væntanlega fjalla um þessi mál út frá öllum hliðum er varða kjör fólksins í landinu.

Síðan vil ég líka spyrja hv. þingmann af því að það er talað svo mikið um ómöguleika og að ríkisstjórnin geti ekki farið að vilja þjóðarinnar, það sé ómögulegt: Getur ekki verið að ríkisstjórn sem ekki getur farið að vilja þjóðarinnar sé ómöguleg og það sé kannski hættan sem (Forseti hringir.) stjórnvöld telja að steðji að verði farið í (Forseti hringir.) þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?