143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:35]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta að hann hefur reynt að greiða fyrir því að fundurinn gæti orðið sem allra fyrst í dag eins og fram hefur komið. Forseti hefur sömuleiðis orðið við óskum um að gera hlé á meðan sá fundur er haldinn. Forseti hefur enn fremur brugðist vel við ósk um það að þingflokkarnir geti fundað. En forseti kann lítt að meta það að í hvert skipti sem hann réttir fram sáttarhönd í þessum efnum er slegið á hana eins og hér er verið að gera og reynt að koma í veg fyrir það að menn geti haldið áfram efnislegri umræðu.

Forseti ansar ekki hugmyndum um það að gera hlé á þessari umræðu og hefja ekki efnislega umræðu.