143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:48]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti verður að lýsa mikilli undrun sinni núna. Það lá fyrir þegar þessi umræða hófst að ætlunin væri að hún færi fram á grundvelli þeirra þingskapa sem við þekkjum um þetta tiltekna dagskrármál og síðan yrði séð til þess að þau mál sem á eftir komu og snerta Evrópusambandið færu jafnframt til nefnda umræðulaust eða umræðulítið af ástæðum sem forseti gerði grein fyrir hér áðan. Hann skilur þess vegna ekki að nú virðist komin krafa um að ræðutíminn verði þrefaldaður. (GuðbH: Samkomulagið er farið.) (Gripið fram í: Það er farið.)