143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:18]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað sannfæring mín að sá samningur sem hægt er að gera við Evrópusambandið muni tryggja best hagsmuni Íslands til framtíðar og að hann þess vegna — Íslendingar eru einfaldlega praktískt fólk — verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef samningurinn verður felldur, það er kannski erfitt að gera grein fyrir því á einni mínútu. Það mun náttúrlega skilja okkur eftir í miklum vanda. Að mörgu leyti stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Ætlum við í ríkjasamstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir, sem eru frjálsar og fullvalda og efnahagslega sjálfstæðar, að vinna að framgangi okkar á þeim markaði sem við höfum verið hluti af? Eða ætlum við að einangra okkur sem eyríki sem þá mundi væntanlega leita til þess að gera eins og ýmis eylönd annars staðar í heiminum, að nota mynt einhverrar annarrar þjóðar og fá löggjöfina sína með faxi (Forseti hringir.) frá einhverjum öðrum. Ég er því miður búinn með tímann.