143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:40]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil hvað hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er að fara en ég verð að segja að ég held að hægt sé að finna þeim sjónarmiðum farveg sem fram koma í þessari tillögu. Þó að ég sé alveg jafn óánægð og hún með hvernig þau eru til komin þá finnst mér að finna megi þeim einhvern farveg innan þingsins úr því að þau eru komin fram. Þá getum við sýnt hversu megnugir og góðir stjórnmálamenn við getum öll verið með því að leysa úr jafn erfiðu máli og þessu þar sem beinlínis er farið illa með kjósendur í aðdraganda kosninga.