143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:44]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið.

Já, það er rétt að í rauninni heyra neytendamálin eiginlega alveg undir EES og miklar réttarbætur hafa fengist í gegnum EES-samninginn, svo sem eins og samkeppnislög, sem ég man bara eftir núna. Það sem upp á vantar er þá kannski tollabandalagið, það að geta til dæmis verslað á netinu, og svo er auðvitað stóra málið, þ.e. landbúnaðarpakkinn, að þar mundi liðkast um. Þar ætti jafnframt að vera tækifæri til útflutnings. En svo heppilega vill til að við erum að taka við neytendalöggjöf frá Brussel og hún hefur reynst okkur vel.