143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

Vestnorræna ráðið 2013.

358. mál
[19:41]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þetta andsvar. Þetta er mjög mikilvægur punktur. Ég vonast til að við náum fram slíkum fundi. Það var fjallað um það á ársfundi ráðsins í Narsarsuaq að reyna að fá það sem fastan lið á dagskrá, helst í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins, að utanríkisráðherrar hittust, þeir sem gegna því hlutverki í ríkisstjórnunum og landsstjórnunum. Vonandi tekst það.

Ég veit að það hefði tekist á þeim tíma sem hv. þingmaður var hæstv. ráðherra, ég efa það ekki, en við ætlum að reyna aftur og á fundinum í Vestmannaeyjum vonast ég svo sannarlega til að það takist.