143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:02]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skildi hv. þingmanninn rétt varðandi forsendubrestinn þá ég átta mig ekki almennilega á því hver forsendubresturinn var. Hann var kannski sá að fasteignaverð sem hafði hækkað um 170% að raunvirði frá 1998–2007 lækkaði niður í um 60% hækkun að raunvirði á þessum tíma. Það er náttúrlega ákveðinn forsendubrestur. Hitt er það að sparnaður í formi fasteignasparnaðar í formi lífeyrissjóðs er náttúrlega tvær tegundir mismunandi skattlagðar. Sparnaður í lífeyrissjóði er frestun á skattlagningu. Það sem ég hef margnefnt í ræðustól er ofurskattlagning á frjálsan sparnað sem ég tel að sé hluti af þeim vanda sem við stöndum andspænis núna.

Eins og ég segi á ég dálítið erfitt með að átta mig á því hvað átt er við með forsendubresti. Ef verðlækkun á fasteignum er forsendubrestur segi ég líka: Það er algjör forsendubrestur á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri þar sem atvinnan hverfur og fasteignaverð snarlækkar. Menn geta búið til forsendubresti úr ýmsum þáttum.

Ég vona að ég hafi svarað hv. þingmanni nokkurn veginn eftir minni bestu getu. Ef ekki þá ítrekar þingmaðurinn andsvar sitt. Ég hef lokið máli mínu.