143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:42]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Forrest Gump sagði líka að lífið væri eins og súkkulaðiaskja, maður vissi aldrei hvaða mola maður fengi. Það er svolítið lýsandi fyrir þessar aðgerðir. Ég held að það muni koma mörgum á óvart þegar fólk opnar súkkulaðiöskjuna til að sjá hvað það fær, hversu lítið það fær í raun og veru og hversu litla þýðingu þetta hefur í mörgum tilvikum, sérstaklega fyrir þá sem einfaldlega búa við bág lífskjör og eiga í erfiðleikum með að greiða af húsnæði yfir höfuð. (Gripið fram í.)Það finnst mér miklu alvarlegra en að mæta þeim sem eiga húsnæði sem hefur hækkað í verði um einhver 35% síðan hrunið varð og hækkar enn í verði. Mér finnst skrýtið að það skuli vera skilgreining á réttlátum aðgerðum í þágu (Forseti hringir.) heimila að taka ekkert tillit til eigna, ekki neitt. (Gripið fram í.)