143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég sé nú ekki að það mál sem við ræðum í dag sé skattalækkun. Það er hreinlega verið að bæta fólki það sem það skuldar, það fær lækkun á sínum skuldum og fær þá væntanlega minni vaxtabætur o.s.frv. í kjölfarið til framtíðar.

Það er hitt frumvarpið um séreignarsparnaðinn sem að mínu mati er ekkert dulbúin skattalækkun heldur hrein og klár skattalækkun. Ég sagðist styðja hana vegna þess að hún er skattalækkun.