143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil frumvarpið á þann veg að bæta eigi fólki svokallaðan forsendubrest, burt séð frá eignastöðu og tekjum, að eingöngu eigi að horfa til þeirra lána sem tekin voru á árunum 2008–2009, þeirra sem tóku húsnæðislán þá. Það á að taka út fyrir sviga hvort um sé að ræða efnamikið fólk, tekjuhátt og með miklar eignir. Ég veit að hv. þingmaður er vel meinandi en ég fæ ekki skilið hvernig í ósköpunum hún getur talið það rétt að smyrja þessu svona flatt yfir og draga úr möguleikum á að styðja við þá hópa sem sannarlega hefðu þurft að fá meiri stuðning en veittur var á síðasta kjörtímabili, fólki sem var með íslensku verðtryggðu lánin og féll ekki undir þær aðgerðir, eða þær aðgerðir nýttust (Forseti hringir.) því ekki að fullu. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að skilja það sem svo að þetta gagnist því fólki?