143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:45]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, ég komst ekki að þriðju spurningu hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar. Ég þakka honum fyrir andsvarið og spurningarnar sem fylgja.

Það er rétt athugað hjá hv. þingmanni að ýmislegt er býsna snúið þegar farið er í slíka aðgerð, jafn umfangsmikil og hún er. Það hefur ýmislegt komið upp á hjá fólki eins og almennt gerist og varðandi þá sem hafa flutt úr landi safnast leiðréttingin upp sem persónuafsláttur sem geymist og mögulegt er að nota. En ég skal alveg deila því með hv. þingmanni að þetta er auðvitað eitt af þeim atriðum sem koma til umræðu í nefndinni og á eftir að ræða.