143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:10]
Horfa

Edward H. Huijbens (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og að koma og taka þátt í þessari umræðu með okkur. Ég hefði viljað heyra aðeins meira um frumvarpið í ræðu hv. þingmanns þar sem það er efnismikið og ríkt og margt þar sem kemur fram. Það er vissulega eins og þingmaður lagði áherslu á fagnaðarefni að hér sé það komið fram.

Ég lít ekki svo á að um eitthvert upphlaup sé að ræða hjá okkur. Það er alla vega ekki komið að því enn þá en við höfum verið að ræða þetta í tvo daga og bara gengið vel, enda er þetta efnismikið frumvarp eins og ég sagði og mikið sem þarf að ræða.

Þrjár spurningar, sem ég reyni að ryðja út úr mér hérna. Gæti hv. þingmaður mögulega skýrt nákvæmlega í hverju forsendubresturinn felst, okkur til upplýsingar, vegna þess að það er ekki gert í frumvarpinu? Hv. þingmaður nefndi einnig möguleika á 20% lækkun sem hafi verið svikin á tímum fyrri ríkisstjórnar. Er allt lag frá að lækka um 20% vegna þess að núverandi frumvarp felur það ekki í sér? Er það lag frá eða hvar sér hv. þingmaður það fyrir sér í áframhaldinu? Og í þriðja lagi talar hv. þingmaður um aðgerðaleysi fyrri stjórnar, (Forseti hringir.) en nú er tiltekið að þær aðgerðir námu rúmlega þeirri upphæð (Forseti hringir.) sem nú er til umfjöllunar. Er það misskilningur eða rangt (Forseti hringir.) sem sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar heldur fram hvað það varðar?