143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[22:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kem upp aðeins til að styðja það sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði. Það er stór dagur fram undan. Menn eru bæði að undirbúa ræður um það dagskrármál sem er hér á dagskrá í kvöld og ræðurnar sem á að flytja á morgun.

Þetta eru ekki góðar aðstæður og klukkan að ganga 12. Ég spyr þess vegna, eins og hv. þm. Svandís Svavarsdóttir, virðulegan forseta hversu lengi standi til að halda þessum þingfundi áfram og hvort ekki sé réttlætanlegt og skynsamlegt að fara að ljúka honum.