143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í þessari viku hefur tekist vel til að ná góðu samkomulagi við forseta og stórmál eins og skuldaleiðréttingin og fleiri mál hafa farið hér í gegn í samkomulagi. Þess vegna undrar mig að á síðustu stundu, áður en þingmenn fara í páskaleyfi, skuli síðan eiga að skjóta þessu máli í gegn sem laumufarþega vitandi það að það hleypir öllu þingstarfi upp að setja málið í atvinnuveganefnd sem er algerlega á skjön við efnisinnihald málsins. Ég veit að þingforseti veit þetta sjálfur og að skynsemin býður honum að taka málið til endurskoðunar. Hvort sem hann leggst undir feld eða gerir eitthvað annað held ég að rétt sé að hann íhugi þetta, eins og formaður Vinstri grænna benti honum á.