143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við erum í 2. umr. í þessu stóra máli og staðan er sú að hér hafa fulltrúar úr efnahags- og viðskiptanefnd haldið ræður sína með ágætum andsvörum og umræðan er fín.

Ég vil leggja fram þá ósk við hæstv. forseta að formenn stjórnarflokkanna komi hingað og hlýði á þessa umræðu. Þetta er stærsta baráttumál ríkisstjórnarinnar, stærsta málið sem ríkisstjórnin lagði fram, kosningaloforð á heimsmælikvarða, tillögur á heimsmælikvarða og ég óska eftir því að hæstv. forseti geri þessum hæstv. ráðherrum grein fyrir þeirri eindregnu ósk.