143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:19]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið.

Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Ef hann telur að hægt sé að koma til móts við og ástæða sé til að koma til móts við einhverja aðra sem tóku lán á einhverjum öðrum tíma, með hvaða hætti, fyrir utan það sem hann hefur rætt hér um breytingu á atvinnuumhverfi, lækkun skatta, lækkun vaxta o.s.frv., telur hv. þingmaður að koma eigi til móts við þann hóp sem er með verðtryggð fasteignalán ef honum þykir ástæða til? Hvaða aðferðum hygðist hann beita ef hann væri í þeirri stöðu að geta gert það?