143. löggjafarþing — 114. fundur,  15. maí 2014.

upplýsingar um skuldabréf Landsbankans.

[11:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Ekki hefði hæstv. forsætisráðherra, þegar hann var í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, verið sáttur við þau svör sem hann færir mér núna. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk breytist eftir því í hvaða hlutverkum það er.

Hver á Landsbankann? Hver ber ábyrgð á Landsbankanum? Og hver þarf að skrifa undir þessa undanþágu? Hvenær fundaði nefndin um þetta mál? Hversu upplýst er nefndin um það? Fundirnir eru alltaf haldnir á vinnutíma þannig að fulltrúi okkar pírata, sérfræðingur sem við fengum, á mjög bágt með að komast á þá. Það er ekki tekið neitt tillit til þess að þeir sérfræðingar sem maður fær til þess að vera í samráðsnefndum af þessu tagi eru ekki þingmenn.

Ég ítreka spurningarnar: Hver á Landsbankann? Og hver ber ábyrgð á honum?